Þetta kallast að marka, ekki merkja.

Daníel Ólafsson óðalsbóndi og Þór Magnússon bústólpi merktu féð í Dalalífi en það sem hann Ási gerir á myndinni kallast að marka. 


mbl.is Sest á þing í sauðburðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það alveg víst ? Mér sýnist bóndinn vera að setja merki í fullorðna kind. Kannast ekki við að kindur séu markaðar eftir að þær fullorðnast.

Kv.

G. S.

G. S. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:25

2 identicon

Ég hélt að þær væru markaðar þegar það væri klippt í eyrun á þeim, þær svo merktar þegar þær fá svona plastspjald í eyrað. Eða er þetta kannski eins og "tómató" "tomeitó" umræðan?

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:33

3 identicon

Nei þetta er ekki eins og tómató og tomeitó.

Að marka er að klippa mörk í eyrun.

Að merkja er að setja merki í eyrun.

Mér sýnist hann vera að merkja.

Jóhanna Fríða (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Sæl Sigríður. Nú held ég að þú sért að misskilja eitthvað.

Varðandi myndina Dalalíf þá sá ég hana og þar var verið að grínast með sauðfjármerkingar og ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Lömbin eru mörkuð á vorin og oftast merkt með plastmerki sem sett er í eyrað með sérstakri töng. Það er skylda að marka lömbin því ómörkuð lömb eru eign sveitarfélagsins þegar þau koma af fjalli ef ekki tekst að sanna eignarréttinn.

Plastmerkin eru aftur á móti litamerkt samkvæmt reglum um sauðfjárveikivarnir og verður sveitarfélag eða hreppur að fara eftir því.

Ég get ekki betur séð en að bóndinn sé að merkja þarna fullorðna kind með plastmerki.

Benedikt Bjarnason, 27.4.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband